Símatengt mælakerfi

 

 

Símatengt mælakerfi - óyfirfarnar mælingar (notendanafn: vatnshaed, lykilorð: rennsli)

Með símatengdu mælakerfi er átt við sjálfvirkar mælistöðvar í farsímasambandi ásamt tölvukerfi á skrifstofu Veðurstofu Íslands. Tölvukerfið sér um að sækja gögn sjálfvirkt í stöðvarnar, framkvæmir fyrstu meðhöndlun gagna og birtir þau á vefnum í formi línurita. Hugbúnaðurinn er skrifaður í LabView af Verkfræðistofunni VISTA.

Allar stöðvar kerfisins mæla vatnshæð á viðkomandi stað. Rennsli er reiknað út frá vatnshæðinni fyrir sumar stöðvanna. All víða er rafleiðni vatnsins og vatnshitinn einnig mældur í þeim tilgangi, að geta sagt fyrir um leka jarðhitavatns í viðkomandi vatnsföll. Þá eru ýmsar veðurmælingar gerðar af sumum stöðvanna.

Athygli er vakin á því, að gögnin eru sett sjálfvirkt á vefinn, án þess að mannshöndin komi þar nærri. Veðurstofa Íslands er ekki ábyrg fyrir skaða sem hljótast kann af völdum skorts á upplýsingum eða rangra upplýsinga á vefþjóni hennar.

 




Póstur til vöktunarhóps vatnsfalla á Veðurstofu Íslands   

Leiðbeiningar fyrir starfsmenn (lykilorð)